Fréttir
Rif og Hellissandur. Ljósm. af.

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar endurspeglar góða stöðu

Fjárhagsáætlun A og B hluta Snæfellsbæjar fyrir árið 2026 gerir ráð fyrir að rekstarafkoma ársins verði jákvæð um tæpar 380 milljónir króna sem er um 8,4% af tekjum. Fjárhagsáætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í fyrradag. Gert er ráð fyrir að tekjur bæjarfélagsins verði tæpar 4.507 milljónir króna. Þar vega þyngst skatttekjur að fjárhæð 2.122 milljónir króna, framlög Jöfnunarsjóðs eru áætluð tæpar 858 milljónir króna og aðrar tekjur 1.527 milljónir króna.