
Yfirlitsmynd sem sýnir fyrirhuguð mannvirki innan lóðar og áfangaskiptinu framkvæmdarinnar. Teikning: Litus Akva.
Umhverfismatsskýrsla landeldis í Hvalfirði kynnt
Skipulagsstofnun hefur birt á Skipulagsgátt umhverfismatsskýrslu sem Aurora fiskeldi ehf. hefur unnið vegna fyrirhugaðs landeldis á laxi á Grundartanga í Hvalfirði. Fyrirhugað er að í landeldisstöðinni verði framleidd um 28 þúsund tonn á ári. Líkt og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns á undanförnum misserum verður stöðin staðsett á lóðinni Katanesvegur 34 sem er austast á iðnaðarsvæðinu og verður hún byggð í þremur áföngum. Áætlað er að uppbygging fari fram á næstu árum og að fullri framleiðslu verði náð árið 2032.