Fréttir

Kynslóðirnar komu saman á Jólabingói kvenfélagsins – myndasyrpa

Í gærkvöldi fór hið sívinsæla og árlega Jólabingó Kvenfélagsins 19. júní fram á Hvanneyri. Fljótlega varð ljóst að fullt yrði út úr dyrum í matsal skólans og þurfti að bæta fjölda borða við til að allir gætu lagt bingóspjöldin frá sér. Um hálf öld er liðin frá því kvenfélagið stóð fyrst fyrir Jólabingóinu og hefur aðsóknin alltaf verið góð. Fjöldi fyrirtækja og einstaklinga studdi félagið með vinningum en m.a. var hægt að vinna hótelgistingu, gjafabréf á ýmsa afþreyingu, vöruúttektir, leikföng, bækur, jólavörur, lambalæri, heyrúllur og ýmislegt fleira. Þær Dagný Sigurðardóttir og Ragnhildur Helga Jónsdóttir kvenfélagskonur stjórnuðu síðan leiknum af röggsemi.