Fréttir

Verkefnið Samhugur í Borgarbyggð heldur áfram

Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. „Hópurinn „Samhugur í Borgarbyggð“ safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té: 0357-22-2688, kt. 480169-3799,“ segir í tilkynningu.

„Það þarf ekki að pakka inn í gjafapappír, má vera í poka, best að merkja fyrir hvaða aldur gjöfin er ætluð. Öllum gjöfum verður endurpakkað fyrir afhendingu. Síðasti dagur móttöku framlaga og umsókna er 10. desember, úthlutað verður 15. desember.

Bent er á að nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á Facebook síðunni: Samhugur í Borgarbyggð. Allar styrkumsóknir þurfa að berast í tölvupósti fyrir 10. desember á netfangið: samhugur@samhugur.is