Fréttir

Las um mögulega friðun Landsbankahússins í Skessuhorni

Frétt Skessuhorns í gær um hugmynd Húsafriðunarnefndar um mögulega friðun hins svokallaða Landsbankahúss við Akratorg á Akranesi hefur vakið talsverða athygli. Ekki síst hjá fulltrúum eiganda hússins, Akraneskaupstaðar. Eins og fram kom í fréttinni hefur möguleg friðun hússins verið til umræðu innan Húsafriðunarnefndar undanfarnar vikur og nýlega samþykkti nefndin að hvetja Minjastofnun til að afla nánari upplýsinga um ástand hússins og efna til samtals um varðveislu þess með mögulega friðun í huga.