Fréttir

true

Engar frekari viðræður í bili um sameiningu á Snæfellsnesi

Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum Snæfellsbæjar og Grundarfjarðarbæjar eru sammála um að engar viðræður fari fram það sem eftir lifir yfirstandandi kjörtímabils um hugsanlega sameiningu og/eða nánara samstarf sveitarfélaganna. Möguleiki er hins vegar á því að nýjar sveitarstjórnir taki málið upp að afloknum sveitarstjórnarkosningum á næsta ári og þá yrði byrjað á því að kanna áhuga…Lesa meira

true

Veitur boða til íbúafundar á Akranesi

Næstkomandi miðvikudag halda Veitur íbúafund á Akranesi. Fyrirtækið vill eiga samtal við bæjarbúa um þjónustu fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Fundurinn verður í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19.30-21.30. Fram kemur í tilkynningu að Haraldur Benediktsson bæjarstjóri mun opna fundinn og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir starfsemi fyrirtækisins í bænum. Sólrún mun meðal annars…Lesa meira

true

Öruggur sigur Snæfells á Njarðvík

Lið Snæfells fékk lið Njarðvíkur b í heimsókn í leik 1. deild kvenna í körfuknattleik á föstudagskvöldið. Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem segja má að jafnræði hafi verið með liðunum því í lok hans var staðan 18-17. Eftir það var leikurinn Snæfells. Staðan í hálfleik var 35-25 og leiknum lauk með öruggum sigri…Lesa meira

true

Misjafnt gengi Vesturlandsliðanna í fyrstu deild

Sjötta umferð 1. deildar karla í körfuknattleik hófst á föstudagskvöldið með fjórum leikjum. Lið Snæfells fékk lið KV í heimsókn í Stykkishólm. Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta en honum lauk 27-26. Sömu sögu var að segja í öðrum leikhluta því í hálfleik var staðan jöfn 51-51. Í þriðja leikhluta náðu gestirnir að sigla…Lesa meira

true

Afgangur verður af rekstri Borgarbyggðar

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Borgarbyggðar fyrir árið 2026 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar sl. fimmtudag og samþykkt til síðari umræðu. Fram kemur að gert er ráð fyrir 234 milljóna króna rekstrarafgangi af A-hluta og 178 milljóna króna afgangi af rekstri samstæðu. Tekjur ársins 2026 í A-hluta eru áætlaðar 7.441 m.kr. sem er hækkun…Lesa meira

true

Borgarbyggð og Dalabyggð greiða mest í helmingamokstur

Sveitarfélög greiddu rúmar 123 milljónir króna í helmingamokstur á landinu öllu á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Ingvars Þóroddssonar þingmanns Viðreisnar um helmingamokstur á árunum 2022-2024. Vegagerðin hefur skilgreint þá vegi þar sem heimilt er að beita helmingamokstureglu. Þessa vegi er heimilt að moka með þátttöku Vegagerðarinnar þrisvar í viku…Lesa meira

true

Bílabjörgun í göngunum í útboð

Vegagerðin hefur auglýst útboð á bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum fyrir árin 2026-2028. Í útboðslýsingu er gert ráð fyrir að bjarga þurfi um 300 minni bifreiðum með bílaflutningi úr göngunum á ári. Einnig að vinna þurfi um 60 klukkustundir á ári við björgun stærri bifreiða, einnig 20 klukkustundir með dráttarbifreið og 20 klukkustundir með kranabifreið. Skila þarf…Lesa meira

true

Fresta til morguns ákvörðun um verndartolla á kísilmálm

Norska sjónvarpsstöðin TV2 í Noregi greinir í morgun frá því að framkvæmdastjórn ESB hafi enn og aftur frestað atkvæðagreiðslu um fyrirhugaða verndartolla á járnblendi. Atkvæðagreiðslunni hafði áður verið frestað frá föstudegi í síðustu viku til dagsins í dag, en nú hefur því aftur verið frestað um einn dag. Í tillögu til atkvæðagreiðslu, sem lögð var…Lesa meira

true

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa var í gær

Í gær var Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú í nokkur ár tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um þá sem látist hafa í umferðarslysum. Minningarathafnir voru haldnar á þrettán stöðum vítt og breitt um landið, meðal annars á Akranesi og í Borgarfirði. Dagurinn er skipulagður í samvinnu björgunarsveita, lögreglu, sjúkraflutninga og…Lesa meira

true

Lífland bauð bændum í heimsókn

Á fimmtudaginn í síðustu viku bauð Lífland í Borgarnesi bændum og búaliði til móttöku í verslunina við Brúartorg í Borgarnesi. Þar fór fram kynning á niðurstöðum heygreininga sumarsins og bætiefnaúrval fyrir kýr og kindur var kynnt. Í kjölfarið var boðið upp á léttar veitingar og Guðbrandur Örn Úlfarsson spilaði ljúfa tónlist fyrir gesti. Gestir fengu…Lesa meira