Íþróttir
Basketball Stadium Arena Background

Öruggur sigur Snæfells á Njarðvík

Lið Snæfells fékk lið Njarðvíkur b í heimsókn í leik 1. deild kvenna í körfuknattleik á föstudagskvöldið. Það var aðeins í fyrsta leikhluta sem segja má að jafnræði hafi verið með liðunum því í lok hans var staðan 18-17. Eftir það var leikurinn Snæfells. Staðan í hálfleik var 35-25 og leiknum lauk með öruggum sigri Snæfells 73-51.