Fréttir

Fresta til morguns ákvörðun um verndartolla á kísilmálm

Norska sjónvarpsstöðin TV2 í Noregi greinir í morgun frá því að framkvæmdastjórn ESB hafi enn og aftur frestað atkvæðagreiðslu um fyrirhugaða verndartolla á járnblendi. Atkvæðagreiðslunni hafði áður verið frestað frá föstudegi í síðustu viku til dagsins í dag, en nú hefur því aftur verið frestað um einn dag. Í tillögu til atkvæðagreiðslu, sem lögð var fram í síðustu viku, munu Noregur og Ísland enda utan tollmúra ESB og fá þar með ekki undanþágu frá verndartollum á járnblendi. Forsvarsmenn ríkisstjórna Íslands og Noregs telja þetta vera brot á EES-samningnum og hafa síðustu daga reynt hvað þeir geta til að ákvörðun framkvæmdastjórnar verði ekki staðfest.