
Lífland bauð bændum í heimsókn
Á fimmtudaginn í síðustu viku bauð Lífland í Borgarnesi bændum og búaliði til móttöku í verslunina við Brúartorg í Borgarnesi. Þar fór fram kynning á niðurstöðum heygreininga sumarsins og bætiefnaúrval fyrir kýr og kindur var kynnt. Í kjölfarið var boðið upp á léttar veitingar og Guðbrandur Örn Úlfarsson spilaði ljúfa tónlist fyrir gesti. Gestir fengu glaðning frá Líflandi og dregið var í happdrætti. Blaðamaður Skessuhorn leit við og tók meðfylgjandi myndir.