Fréttir

true

Grásleppuútgerðir leggjast gegn grásleppufrumvarpi

Landssamband grásleppuútgerða leggt alfarið gegn frumvarpi um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem í daglegu tali er nefnt grásleppufrumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Í frumvarpi Lilju Rafneyjar og félaga er lagt til að horfið verði frá notkun aflamarks við stjórnun veiða á grásleppu. Undir umsögnina rita nafn sitt 82 útgerðarmenn og grásleppuverkendur í 22 verstöðvum á landinu.…Lesa meira

true

Raungreinakennarar koma nú saman í Borgarnesi

Í morgun hófst tveggja daga ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi sem nefnist Lært 2025. Það eru um hundrað kennarar á öllum skólastigum, víðsvegar af landinu, í raunvísinda- og tæknigreinum sem sitja ráðstefnuna. Allir eiga það sameiginlegt að brenna fyrir raun- og tæknimennt. Gestir gista á Hótel Vesturlandi en saman fer gleði og lærdómur handan…Lesa meira

true

Slökkvistarfi í Tungu lauk um miðja nótt

Eins og við sögðum frá í frétt hér á vefnum í gærkvöldi var Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað að bænum Tungu í Svínadal kl. 20. Eldur logaði þá í húsi sem fyrir margt löngu var nýtt sem sumarbúðir fyrir börn. Húsið var mannlaust og engan sakaði. Ekki hefur verið dvalið í húsinu til fjölda ára,…Lesa meira

true

Samfylkingin á Akranesi boðar til vinnudags á morgun

Stjórn Samfylkingarinnar á Akranesi boðar til “stýrðs vinnudags laugardaginn 15. nóvember kl. 10:00 – 16:00 í húsnæði félagsins að Stillholti 16-18,” segir í tilkynningu. “Markmið fundarins er að greina stöðu innra og ytra starfs félagsins, finna úrbótatækifæri og móta skýra aðgerðaáætlun fram að sveitarstjórnakosningum 2026. Hákon Gunnarsson varabæjarfulltrúi í Kópavogimun leiða vinnuna yfir daginn. Hákon…Lesa meira

true

Alþjóðlegur minningardagur umferðarslysa er á sunnudaginn

Sunudagurinn 16. nóvember er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Að baki minningardeginum standa innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan, Vegagerðin og ÖBÍ réttindasamtök. Þetta er í fimmtánda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi. Í ár verður kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, einkum meðal ungs fólks. Haldnar verða minningarathafnir víða um land. Ráðgert er að…Lesa meira

true

Keppt í bringusundi og skriðsundi á Landsbankamóti

Í gær fór Landsbankamót Sundfélags Akraness fram í Bjarnalaug. Þar ríkti mikið fjör og frábær stemning. Þátttakendur stóðu sig með stakri prýði en alls tóku 40 krakkar þátt á mótinu, á aldrinum 6–12 ára. Keppt var í tveimur sundgreinum; bringusundi og skriðsundi. Sundfólk úr afrekshópi sýndi yngri krökkunum sund á mótinu, en þau unnu til…Lesa meira

true

Stórt tap ÍA í Keflavík

Sjöunda umferð Bónusdeildar karla í körfuknattleik hófst í gærkvöldi og héldu Skagamenn til Keflavíkur þar sem þeir mættu heimamönnum. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22-21. Eftir það tóku leikmenn Keflavíkur öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik var 51-33 og leiknum lauk svo með stórsigri Keflavíkur…Lesa meira

true

Framkvæmdir við Andakílsárvirkjun háðar byggingarleyfi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp þann úrskurð að fyrirhugaðar framkvæmdir Orku náttúrunnar (ON) og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) við tímabundna styrkingu jarðvegsstíflu við inntakslón Andakílsárvirkjunar séu háðar byggingaleyfi. Forsaga málsins er sú að árið 2023 óskuðu áðurnefnd fyrirtæki eftir framkvæmdaleyfi til Skorradalshrepps vegna áðurnefndrar framkvæmdar. Um var að ræða 2.500 rúmmetra af stórgrýti sem…Lesa meira

true

Leitin að Hamborgartrénu bar árangur í Skorradal

Það rekur margt verkefnið á fjörur starfsmanna Faxaflóahafna. Flest eru þau, eins og nærri má geta, bundin við sjávarsíðuna. Eitt af allra vandasömustu verkefnunum og um leið það sem mest eftirvænting er tengd við er að sjálfsögðu leitin að Hamborgartrénu. Sem kunnugt er hefur Hamborgartréð lýst upp aðventuna við Miðbakka Reykjavíkurhafnar frá árinu 1965 og…Lesa meira

true

Efla sinnir verkfræðihönnun Skýjaborgar

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd Hvalfjarðarsveitar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Eflu um verkfræðihönnun Skýjaborgar, nýs leikskóla í Melahverfi. Hönnunin var boðin út og bárust tvö tilboð. Annars vegar frá Verkís sem bauð tæpar 55 milljónir í verkið og hins vegar tilboð Eflu að fjárhæð tæpar 43 milljónir króna. Ráðgert er að leikskólinn…Lesa meira