Fréttir

Raungreinakennarar koma nú saman í Borgarnesi

Í morgun hófst tveggja daga ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi sem nefnist Lært 2025. Það eru um hundrað kennarar á öllum skólastigum, víðsvegar af landinu, í raunvísinda- og tæknigreinum sem sitja ráðstefnuna. Allir eiga það sameiginlegt að brenna fyrir raun- og tæknimennt. Gestir gista á Hótel Vesturlandi en saman fer gleði og lærdómur handan götunnar í húsnæði MB.