Fréttir

true

Fyrrum hús fyrir sumarbúðir eldi að bráð

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var klukkan 20 í kvöld kallað að bænum Tungu í Svínadal. Eldur logaði í húsi sem fyrir margt löngu var nýtt sem sumarbúðir fyrir börn. Húsið var mannlaust og engan sakaði. Ekki hefur verið dvalið í húsinu til fjölda ára, en það notað sem geymsla. Þegar slökkvilið kom á staðinn var…Lesa meira

true

80 milljarðar og 800 störf á næstu fimm til tíu árum

Grunnur lagður að grænum iðngarði á Grundartanga Í dag var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um grænan iðngarð á Grundartanga. Að undirskrift samningsins komu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Elkem Ísland ehf., Þróunarfélag Grundartanga ehf. og Orkuveitan, ásamt dótturfélögum sínum Orku náttúrunnar og Carbfix. Samstarfinu, sem yfirlýsingin tekur til, er ætlað að styðja við samkeppnishæfni íslensks iðnaðar, skapa…Lesa meira

true

Fjármálaráðherra sagði hótun um verndartolla grafa undan samstarfinu

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sat í dag í Brussel fund fjarmála- og efnahagsráðherra ESB ásamt ráðherrum frá öðrum EFTA ríkjum. Árlega býður ESB EFTA ríkjunum á svokallaðan Ecofin fund, en þar gefst þeim tækifæri á að taka upp mál sem eru ofarlega á baugi. Í skýrslu EFTA ríkjanna, sem lögð var fyrir fundinn,…Lesa meira

true

Akraneskaupstaður hlýtur styrk í þágu farsældar barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt 474 milljónum króna til sveitarfélaga í þágu farsældar barna með áherslu á að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna. Í frétt frá ráðuneytinu segir að styrkirnir séu liður í aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis barna og gegn börnum. Alls bárust 119 umsóknir frá 37 sveitarfélögum með aðkomu…Lesa meira

true

Gefur út plötuna Vísur við ljóð kvenna

Steinunn Þorvaldsdóttir tónlistarkona og tónskáld frá Hjarðarholti stefnir að því fyrir áramót að gefa út plötu með frumsömdum lögum. Um liðna helgi var hún og hópur tónlistarfólks í Reykholtskirkju við upptökur. Platan ber heitið Vísur og inniheldur níu kórverk sem Steinunn samdi við ljóð íslenskra kvenna. Þar af eru þrjú ljóðskáldanna úr Borgarfirði og tvö…Lesa meira

true

Úthluta styrkjum til orkuskipta

Loftslags- og orkusjóður hefur úthlutað 1.308 milljónum króna til 109 verkefna sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda eða fela í sér nýsköpun og innleiðingu nýrrar tækni á sviðu umhverfis-, orku- og loftslagsmála. Mikill áhugi var á styrkjum úr sjóðnum, en alls bárust 292 umsóknir og nam heildarupphæð umsókna alls 8.845 milljónum króna sem er…Lesa meira

true

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar Sundabraut

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill að hagkvæmasti kosturinn verði valinn við gerð Sundabrautar svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Þetta kemur fram í umsögn um umhverfismatsskýrslu sem Vegagerðin hefur kynnt í Skipulagsgátt. Í umsögninni, sem sveitarstjórnin samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær, er áformum um lagningu Sundabrautar fagnað og telur sveitarstjórnin verkefnið mikilvæga samgöngubót sem auka…Lesa meira

true

Hunda- og kattahald verður nú leyft í fjölbýlishúsum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda húsnæðis ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum stigagangi. Í framsöguræðu sinni á Alþingi í haust undirstrikaði Inga Sæland að breytingunum væri ætlað að liðka…Lesa meira

true

Lögregla kannaði rekstrarleyfi fyrir akstur í ferðaþjónustu

Í vikunni sem leið stöðvaði og kærði Lögreglan á Vesturlandi 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sex ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma við akstur og tveir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Fjarlægð voru skráningarmerki af fjórum ökutækjum, ýmist vegna vanrækslu á að færa…Lesa meira

true

Ný og endurbætt kennsluaðstaða fyrir list- og verkgreinar í Grundaskóla – myndasyrpa

Eins og greint var frá í síðasta Skessuhorni var opið hús í Grundaskóla laugardaginn 1. nóvember síðastliðinn. Þá gátu gestir skoðað aðstöðu í endurbyggðri álmu skólans. Í þessari álmu eru kennslustofur á miðhæð, vinnustofa og starfsmannaaðstaða á efstu hæð en neðsta hæðin er ný og glæsileg kennsluaðstaða fyrir fjölbreyttar list- og verkgreinar. Blaðamanni lék forvitni…Lesa meira