Fréttir
Hópurinn sem syngur inn á nýju plötu Steinunnar. Efri röð frá vinstri: Ásta Marý Stefánsdóttir, Kristín Einarsdóttir Mäntylä, Freydís Soffíudóttir Þrastardóttir, Jón Sigurður Snorri Bergsson, Orri Jónsson, Karl Hjaltason og Björn Bjarnsteinsson. Neðri röð frá vinstri: Salný Vala Óskarsdóttir, Anna Bjarnsteinsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Guðný Árnadóttir, Una María Bergmann og Steinunn Þorvaldsdóttir.

Gefur út plötuna Vísur við ljóð kvenna

Steinunn Þorvaldsdóttir tónlistarkona og tónskáld frá Hjarðarholti stefnir að því fyrir áramót að gefa út plötu með frumsömdum lögum. Um liðna helgi var hún og hópur tónlistarfólks í Reykholtskirkju við upptökur. Platan ber heitið Vísur og inniheldur níu kórverk sem Steinunn samdi við ljóð íslenskra kvenna. Þar af eru þrjú ljóðskáldanna úr Borgarfirði og tvö úr Kolbeinsstaðahreppnum.