
Lögregla kannaði rekstrarleyfi fyrir akstur í ferðaþjónustu
Í vikunni sem leið stöðvaði og kærði Lögreglan á Vesturlandi 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Einn ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sex ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma við akstur og tveir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Fjarlægð voru skráningarmerki af fjórum ökutækjum, ýmist vegna vanrækslu á að færa þær til skoðunar eða þá vegna þess að þau voru ótryggð.