Fréttir

Fyrrum hús fyrir sumarbúðir eldi að bráð

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var klukkan 20 í kvöld kallað að bænum Tungu í Svínadal. Eldur logaði í húsi sem fyrir margt löngu var nýtt sem sumarbúðir fyrir börn. Húsið var mannlaust og engan sakaði. Ekki hefur verið dvalið í húsinu til fjölda ára, en það notað sem geymsla. Þegar slökkvilið kom á staðinn var húsið alelda og er ónýtt. Slökkvistarf stendur enn yfir. Vindátt var hagstæð og stóð eldur og reykur frá öðrum húsum á bæjarhlaðinu.