Fréttir
Börn að leik á Akranesi. Ljósm. vaks

Akraneskaupstaður hlýtur styrk í þágu farsældar barna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur veitt 474 milljónum króna til sveitarfélaga í þágu farsældar barna með áherslu á að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna. Í frétt frá ráðuneytinu segir að styrkirnir séu liður í aðgerðum stjórnvalda vegna ofbeldis barna og gegn börnum. Alls bárust 119 umsóknir frá 37 sveitarfélögum með aðkomu fjölda annarra sveitarfélaga, stofnana, íþróttafélaga og félagasamtaka. Horft var sérstaklega til verkefna sem byggðu á víðtæku samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög með áherslu á forvarnir og snemmtæka íhlutun. Alls fengu 14 sveitarfélög styrki fyrir 15 verkefni.