Fréttir

Grásleppuútgerðir leggjast gegn grásleppufrumvarpi

Landssamband grásleppuútgerða leggt alfarið gegn frumvarpi um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands sem í daglegu tali er nefnt grásleppufrumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur. Í frumvarpi Lilju Rafneyjar og félaga er lagt til að horfið verði frá notkun aflamarks við stjórnun veiða á grásleppu. Undir umsögnina rita nafn sitt 82 útgerðarmenn og grásleppuverkendur í 22 verstöðvum á landinu.