
Samfylkingin á Akranesi boðar til vinnudags á morgun
Stjórn Samfylkingarinnar á Akranesi boðar til "stýrðs vinnudags laugardaginn 15. nóvember kl. 10:00 - 16:00 í húsnæði félagsins að Stillholti 16-18," segir í tilkynningu. "Markmið fundarins er að greina stöðu innra og ytra starfs félagsins, finna úrbótatækifæri og móta skýra aðgerðaáætlun fram að sveitarstjórnakosningum 2026. Hákon Gunnarsson varabæjarfulltrúi í Kópavogimun leiða vinnuna yfir daginn. Hákon hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi. Hann var í framkvæmdastjórn í HM 1995 sem haldið var á Íslandi, framkvæmdastjóri Samsölubakarís og fjármálastjóri hjá Íslenska járnblendifélaginu. Þá var hann framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna á tímabili og frá aldamótum komið að stefnumótunarráðgjöf hjá fyrirtækjum og stofnunum, lengst af hjá IMG/Capacent
Unnið verður eftir PIP-aðferðinni (Potential Improvement Points), sem snýst um að greina ferli og niðurstöður sem má bæta með markvissum hætti – með áherslu á samstarf, virkni og árangur."
„Við viljum nýta reynslu annarra félaga innan Samfylkingarinnar, styrkja innra starf okkar og skerpa forgangsröðun verkefna fram að kosningum,“ segir Ásbjörn Þór formaður Samfylkingarfélagsins á Akranesi. „Þetta verður dagur þar sem við horfum bæði inn á við og fram á veginn“ og hvetur Ásbjörn bæjarbúa að taka þátt í skemmtilegu verkefni á laugadaginn og skrá sig. Vegna skipulags og vinnulags er hámarksfjöldi þátttakenda 25 og skráning nauðsynleg. Sæti raðast niður í skráningaröð - fyrstu kemur, fyrstur fær.
Skráning: https://forms.gle/jd9KAgkZmxWon58E6
-fréttatilkynning