Fréttir

true

Heitavatnsfundur í Reykholtsdal

Nýverið var gerð tilraun til að bora eftir heitu vatni í landi Brekkukots í Reykholtsdal. Tvisvar áður hefur verið borað á svipuðum slóðum, en án árangur. Reyndar fannst gott neysluvatn í annarri tilrauninni sem er reyndar ekki síður dýrmætt og hefur það vatn verið virkjað til neyslu. Að sögn Þorvaldar Jónssonar bónda var nú, að…Lesa meira

true

Segir skýrt brot á samningnum um EES verði þetta niðurstaðan

Ólafur Adolfsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir að ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB í gær um að undanskilja hvorki Noreg né Ísland frá verndartollum á kísilmálm, sé skýrt brot á EES samningnum að hans mati. „Ég frétti af þessu um miðjan dag í dag og er enn að melta þessi slæmu tíðindi. Við bíðum að…Lesa meira

true

Gríðarlegt högg ef ESB leggur á verndartolla á kísilmálm

Ísland og Noregur fá ekki undanþágu frá fyrirhuguðum verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna kísilmálms, samkvæmt tillögu sem framkvæmdastjórn ESB kynnti í gær. Aðildarríki ESB eiga þó eftir að gefa endanlegt samþykki. Ljóst er að ef ESB ríkin samþykkja þetta verður um gríðarlegt högg að ræða fyrir starfsemi Elkem Ísland á Grundartanga, eins og þegar hefur komið fram…Lesa meira

true

Sveitarstjórn ályktar um verndartolla á kísilmálm

„Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með að Ísland og Noregur fái ekki undanþágu frá fyrirhuguðum verndaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart kísilmálmi samkvæmt tillögu sem framkvæmdastjórn ESB tilkynnti í gær. Ákvörðunin er í ósamræmi við EES-samninginn,“ segir í ályktun sveitarstjórnar frá því fyrr í dag. „Líkt og kom fram í fyrri yfirlýsingu sveitarstjórnar vegna málsins þá verður…Lesa meira

true

Guðveig tilkynnir að hún gefi ekki kost á sér í oddvitasætið

Guðveig Lind Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð og forseti sveitarstjórnar, var að tilkynna að hún gefi ekki kost á sér til forystu áfram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. „Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram í  sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara á næsta ári og vinn því þessa dagana með starfsmönnum ráðhússins og sveitarstjórn…Lesa meira

true

Bilaður bíll í göngunum

Frá því laust fyrir klukkan 15 í dag hafa Hvalfjarðargöng verið lokuð og talsverðar biðraðir myndast beggja vegna þeirra. Á umferdin.is kemur fram að ástæðan er bilaður bíll.Lesa meira

true

35 ungliðar í Hrútaskrá ársins sem komin er á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2025-26 er komin á vefinn, sjá hér. Blað þetta er mikið lesið og kærkomið áhugafólki um sauðfjárrækt. Skráin er að þessu sinni 56 síður að stærð og inniheldur upplýsingar um 46 hrúta sem notaðir verða til sæðinga í vetur. „Hrútakosturinn er gríðarlega öflugur þrátt fyrir að vera að mestu leyti skipaður lambhrútum.…Lesa meira

true

Ráðuneytið leggst gegn fjárveitingu til Hallgrímskirkju

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur í umsögn sinni til fjárlaganefndar lagst gegn því að nefndin veiti tíu milljóna króna styrk til endurbóta á Hallgrímskirkju í Saurbæ. Forsaga málsins er sú að 28. júlí 2027 mun kirkjan eiga 70 ára vígsluafmæli. Af því tilefni hafa Hollvinasamtök kirkjunnar í undirbúningi endurbætur á kirkjunni og umhverfi hennar. Sendu…Lesa meira

true

Blóðsykurinn mældur á Akranesi

Næstkomandi laugardag, 15. nóvember frá klukkan 13-16, mun Lionsklúbbur Akraness og Lkl. Eðnur, bjóða upp á fría blóðsykursmælingu á ganginum við Bónus við Smiðjuvelli á Akranesi. Þangað eru allir velkomnir og hvattir til að láta mæla stöðuna hjá sér.Lesa meira

true

Skrifa bók um réttir landsins

Feðginin Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari og Gísli B. Björnsson teiknari hafa um árabil unnið að ritun bókar um réttir á Íslandi. Í kynningu sem þau hafa sent sveitarfélögum vegna útgáfunnar segir að Ísland búi yfir einstökum mannvirkjum og minjum sem eru fjár- og stóðréttir landsins. Margar þeirra eru meðal helstu og stærstu fornleifa sem finnast…Lesa meira