Fréttir
Í Þverárrétt í Borgarfirði sem fram á þessa öld var talin fjárflesta rétt landsins. Ljósm. mm

Skrifa bók um réttir landsins

Feðginin Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari og Gísli B. Björnsson teiknari hafa um árabil unnið að ritun bókar um réttir á Íslandi. Í kynningu sem þau hafa sent sveitarfélögum vegna útgáfunnar segir að Ísland búi yfir einstökum mannvirkjum og minjum sem eru fjár- og stóðréttir landsins. Margar þeirra eru meðal helstu og stærstu fornleifa sem finnast á landinu. Rifjað er upp að sauðfjárbúskapur hafi verið einn helsti atvinnuvegur þjóðarinnar í margar aldir. Hvert býli hafi átt sinn dilk í réttinni og gátu því stærstu réttir haft togi dilka. Réttir séu einhver sérstökustu, formfallegustu, merkilegustu og sögufrægustu mannvirki þjóðarinnar. Hönnun og bygging ótal margra rétta beri vitni um hugvit, útsjónarsemi og fagurfræði bænda. Hægt sé að segja að uppbygging rétta hafi verið eina þegnskylda þjóðarinnar þar sem allir þurftu að leggja til vinnu og/eða fjármagn.

Skrifa bók um réttir landsins - Skessuhorn