
Svipmynd frá mælingu á blóðsykri. Ljósm. úr safni/mm
Blóðsykurinn mældur á Akranesi
Næstkomandi laugardag, 15. nóvember frá klukkan 13-16, mun Lionsklúbbur Akraness og Lkl. Eðnur, bjóða upp á fría blóðsykursmælingu á ganginum við Bónus við Smiðjuvelli á Akranesi. Þangað eru allir velkomnir og hvattir til að láta mæla stöðuna hjá sér.