
Það var gleðileg stund þegar ljóst var að borað hafði verið niður á álitlega heitavatnsæð á 572 metra dýpi. Ljósmyndir: Finnur ehf
Heitavatnsfundur í Reykholtsdal
Nýverið var gerð tilraun til að bora eftir heitu vatni í landi Brekkukots í Reykholtsdal. Tvisvar áður hefur verið borað á svipuðum slóðum, en án árangur. Reyndar fannst gott neysluvatn í annarri tilrauninni sem er reyndar ekki síður dýrmætt og hefur það vatn verið virkjað til neyslu.