Fréttir

true

Breytingar á deiliskipulagi fiskeldis samþykktar

Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hefur fyrir sitt leyti samþykkt uppfærða deiliskipulagstillögu um austursvæði hafnarsvæðisins á Grundartanga vegna fiskeldis á landi að undangengnum breytingum. Sex umsagnir bárust og endanlegri afgreiðslu var vísað til sveitarstjórnar. Á svæðinu er fyrirhugað fiskeldi á landi í stöð sem fullbúin getur framleitt 28.000 tonn á ári með hámarkslífmassa upp…Lesa meira

true

Stórleikur á morgun hjá Víkingi Ólafsvík

Undanúrslitaleikirnir í Fótbolti.net bikarnum fara fram í kvöld og á morgun. Á mótinu keppa neðri deildarliðin. Úrslitaleikurinn verður síðan spilaður á Laugardalsvelli næstkomandi föstudag. Í fyrri undanúrslitaleiknum fær Tindastóll Kormák/Hvöt í heimsókn á Sauðárkróksvöll klukkan 19:15 í kvöld. Síðari leikurinn verður svo klukkan 14:00 á morgun, laugardag, á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þar sem Grótta…Lesa meira

true

Hægt að sækja um í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands fyrir úthlutun ársins 2026. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Að þessu sinni er kallað eftir umsóknum um styrki…Lesa meira

true

Afturkalla haffærnisskírteini fjölda báta frá og með í kvöld

Samgöngustofa hefur sent eigendum 121 báts bréf þar sem afturkallað er haffærniskírteini þeirra frá og með í kvöld. Ástæðan er sögð; „ófullnægjandi skoðanir gúmmíbjörgunarbáta sem hafa áhrif á haffæri skips,“ eins og segir í bréfi til eins bátseiganda sem Skessuhorn hefur undir höndum. Í bréfinu segir jafnframt: „Samgöngustofa hefur í kjölfar ábendinga, framkvæmt úrtaksskoðanir á…Lesa meira

true

Skógrækt hafin á Varmalæk í Bæjarsveit

Í liðinni viku hófst formlega nýskógræktarverkefni Heartwood Afforested Land ehf. á jörðinni Varmalæk í Bæjarsveit. Var haldið upp á tilefnið með því að bjóða gestum. Gengið var með þeim um svæðið og fengu þeir sem vildu að spreyta sig í gróðursetningu áður en haldið var til grillveislu í einni af hlöðunum á Varmalæk. Fram kemur…Lesa meira

true

Vígsluafmæli Stykkishólmskirkju var fyrr á árinu

Stykkishólmskirkja varð 35 ára á árinu, var vígð 6. maí árið 1990. Kirkjan er steinsteypt, stendur hátt og sérstök hönnun hennar gerir hana að sterku kennileiti fyrir bæinn. Kirkjan var teiknuð af Jóni Haraldssyni arkitekt sem var fæddur árið 1930 og lést árið 1989. Hann nam húsagerðarlist í Noregi og skipulagsfræði í Finnlandi, en rak…Lesa meira

true

Kosið verður á aðventunni um sameiningu

Sveitarstjórnir Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa hvor um sig samþykkt að íbúakosning um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025. Kosningaaldur mun miðast við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga. „Sveitarstjórn Dalabyggðar fól sveitarstjóra að kalla kjörstjórn til sameiginlegs fundar kjörstjórna beggja sveitarfélaga og óskar eftir að…Lesa meira

true

Samstarf LbhÍ við sænskan verknámsskóla

Landbúnaðarháskóli Íslands tók nýlega á móti sænskum verknámsnemum og kennara frá Munkagårdsgymnasiet í Halland í Svíþjóð. Heimsóknin er liður í áframhaldandi samstarfi skólanna og er styrkt af Erasmus+ áætluninni. Sænsku nemarnir munu dvelja á Íslandi næstu tvær vikurnar og vinna á íslenskum býlum til að öðlast verknámsreynslu. Á heimasíðu LbhÍ kemur fram að samstarfið við…Lesa meira

true

Miðstjórn ASÍ mótmælir skerðingu atvinnuleysistrygginga

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) mótmælir harðlega þeim áformum stjórnvalda að skerða atvinnuleysistryggingar og skorar á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að láta aðra en atvinnulausa greiða fyrir sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar. „Bein réttindaskerðing er ekki hagræðing eða ráðdeild í ríkisfjármálum,“ segir í ályktun sambandsins. „Umrædd áform bætast nú við miður ígrunduð áform ríkisstjórnarinnar um afnám jöfnunarframlags vegna örorkubyrði sem…Lesa meira

true

Karen Anna Orlita í Færeyjum með Framtíðarhópi SSÍ

Í byrjun þessa mánaðar fór Framtíðarhópur Sundsambands Íslands í ferð til Færeyja. Markmiðið var að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyja og skapa frábært verkefni fyrir besta aldursflokkasundfólk landsins. Föstudagurinn hófst með sameiginlegri æfingu, þar sem sundfólkið frá báðum þjóðum sameinaðist undir leiðsögn þjálfara. Að æfingu lokinni borðaði hópurinn saman í sundlauginni. Laugardagurinn var sérstaklega…Lesa meira