Fréttir

true

Ráðherra boðar sameiningu stoðþjónustu og stjórnunar framhaldsskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur boðað breytingu á skipulagi framhaldsskóla landsins sem felur í sér að stoðþjónusta og stjórnun ákveðinna skóla verður sameinuð á einum stað í svæðisskrifstofu. Ekki liggur fyrir hvaða skólar sameinast undir hverju svæði. Framhaldsskólarnir í landinu eru alls 27. Þar af eru þrír á Vesturlandi; Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Fjölbrautaskóli Snæfellinga í…Lesa meira

true

Þrír dagar eftir í sameiningarkosningum

Íbúakosningu um tillögu nefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps lýkur síðdegis á laugardaginn. Að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar formanns kjörstjórnar hefur verið afar dræm kjörsókn í Borgarbyggð það sem af er kosningunni, en öllu meiri í Skorradalshreppi. Í gær höfðu innan við 5% nýtt kosningarétt sinn í Borgarbyggð en 36% í Skorradal. Í dag verða kjördeildir…Lesa meira

true

Það er bara allt skemmtilegt!

Heimsókn til Jónu Esterar Kristjánsdóttur í Borgarnesi Lögreglan nýtir sér gjarnan Facebook samfélagsmiðilinn til að koma athugasemdum á framfæri við íbúa landsins og það þykir sjálfsagt og gagnlegt. Fyrir stuttu brá hins vegar svo við að á síðu Lögreglunnar á Vesturlandi birtist óvenjuleg færsla. Hún var um brauðtertur. Skessuhorn ákvað að kynna sér málið. Vandað…Lesa meira

true

Malbikun við Kúludalsá í dag

Í dag fimmtudaginn 18. september frá kl. 09:00 til kl. 13:00 verða malbikunarframkvæmdir á hringveginum framhjá Kúludalsá. Kaflinn er um 700 m að lengd og verður hringveginum lokað á milli hringtorgs við Hvalfjarðargöng og Akrafjallsvegar. Þeim sem eiga erindi á Grundartanga verður hleypt í gegnum lokun að norðanverðu.Lesa meira

true

Smár í fjallasal

Guðmundur Rúnar Svansson leiðsögumaður í Dalsmynni var fyrr í vikunni á ferð með hóp fólks á Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli. Fólkið var úr Alpahópi Ferðafélags Íslands. Þarna er leiðsögumaðurinn gulklæddur „á tröppum“ Tröllakirkju. Fallegir hauslitir gera umhverfið enn tignarlegra. Myndina tók Haukur Logi Karlsson.Lesa meira

true

Gróðursetningardagur í grunnskólanum

Á þriðjudaginn var öllum íbúum Grundarfjarðar boðið í Grunnskóla Grundarfjarðar á degi Íslenskrar náttúru. Skógræktarfélag Eyrarsveitar, Lionsklúbbur Grundarjarðar og Grundarfjarðarbær mættur þá í skólann með 600 plöntur til gróðursetningar á svæðinu. Krakkarnir tóku til hendinni og gróðursettu plönturnar áður en grillaðar voru pylsur ofan í mannskapinn. Glæsilegt framtak í tilefni dagsins.Lesa meira

true

Í leitum á Langavatnsdal – myndasyrpa

Matráðum fylgt eftir í gangnamannaskálann á Torfhvalastöðum Langavatnsdalur skerst inn í hálendið milli Mýra- og Dalasýslna. Þar hefur í aldanna rás verið alfaraleið milli sýslna og afréttur bænda allt aftur í landnám. Það er grösugt og fallegt inn á Langavatnsdal og víða lynggróður í ásum og brekkum og því kjörlendi fyrir fé sem getur fundið…Lesa meira

true

Kortleggja hættuatvik og slys í íslenskri náttúru

Ferðamálastofa birtir nú í fyrsta sinn í Mælaborði ferðaþjónustunnar samantekt á hættuatvikum og slysum sem tengjast ferðafólki og útivistarfólki í íslenskri náttúru. Samantektin var unnin af Ferðamálastofu og byggir á atvikum sem fundust með leit í Google og á völdum vefmiðlum. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska…Lesa meira

true

Störfum á vegum ríkisins fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu

Stöðugildi á vegum ríkisins voru 29.054 um síðustu áramót. Þar af voru 18.802, eða 65% starfa, skipuð af konum og 10.252 (35%) af körlum. Á árinu 2024 fjölgaði stöðugildum hins opinbera um 538 á landsvísu eða um 1,9%. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar…Lesa meira

true

Margir á hraðferð

Lögreglan á Vesturlandi hafði í liðinni viku afskipti af ríflega 60 ökumönnum vegna of hraðs aksturs. Sá sem hraðast ók mældist á 144 km/klst. Einnig var ökumaður stöðvaður innanbæjar í Borgarnesi á rétt um tvöföldum hámarkshraða, þ.e. á 59 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Einnig voru meint hraðabrot mynduð hjá 436 ökumönnum…Lesa meira