Fréttir
Hér má sjá hvar flest slysin hafa orðið.

Kortleggja hættuatvik og slys í íslenskri náttúru

Ferðamálastofa birtir nú í fyrsta sinn í Mælaborði ferðaþjónustunnar samantekt á hættuatvikum og slysum sem tengjast ferðafólki og útivistarfólki í íslenskri náttúru. Samantektin var unnin af Ferðamálastofu og byggir á atvikum sem fundust með leit í Google og á völdum vefmiðlum. „Markmiðið er að varpa ljósi á þær hættur sem geta fylgt ferðum um íslenska náttúru og stuðla að betri yfirsýn yfir hættuatvik og slys. Greiningin einskorðaðist að mestu leyti við atvik þar sem björgunaraðilar komu að málum og náði yfir tímabilið 2000-2025. Alls voru 839 atvik tekin til skoðunar.“ Hér á Vesturlandi eru skráð 69 tilvik af ýmsu tagi á tímabilinu. Flest tengjast þau gönguferðum og falli í brattlendi eða 50 tilfelli.