Fréttir
Mikið fjör hjá fyrsta og öðrum bekk við gróðursetningu. Ljósmyndir: tfk

Gróðursetningardagur í grunnskólanum

Á þriðjudaginn var öllum íbúum Grundarfjarðar boðið í Grunnskóla Grundarfjarðar á degi Íslenskrar náttúru. Skógræktarfélag Eyrarsveitar, Lionsklúbbur Grundarjarðar og Grundarfjarðarbær mættur þá í skólann með 600 plöntur til gróðursetningar á svæðinu. Krakkarnir tóku til hendinni og gróðursettu plönturnar áður en grillaðar voru pylsur ofan í mannskapinn. Glæsilegt framtak í tilefni dagsins.