Fréttir
Fjölbrautaskóli Snæfellinga er einn af þremur framhaldsskólum í landshlutanum.

Ráðherra boðar sameiningu stoðþjónustu og stjórnunar framhaldsskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur boðað breytingu á skipulagi framhaldsskóla landsins sem felur í sér að stoðþjónusta og stjórnun ákveðinna skóla verður sameinuð á einum stað í svæðisskrifstofu. Ekki liggur fyrir hvaða skólar sameinast undir hverju svæði. Framhaldsskólarnir í landinu eru alls 27. Þar af eru þrír á Vesturlandi; Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi, Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði og Menntaskóli Borgarfjarðar í Borgarnesi.