
Frá vinstri: Guðmundur Gíslason og Álfsól Lind Benjamínsdóttir frá Sólskógum, Kacper og Ragnar Atli Tómasson frá Jurt, Ian Sauren frá Heartwood, Magnús Arnason frá Jurt, Olga Zoega Jóhannsdóttir frá Náttúruverndarstofnun, Katrín Júlíusdóttir, Trausti Jóhannsson frá Land og Skógur, Auður Kjartandsóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Nicky Bourne, stjórnandi hjá Delta forest Iceland, Ellert Marísson frá Heartwood og Dylan Eichmanis, skógræktarmaður hjá Delta forest. Ljósm. Valgarður Gíslason.
Skógrækt hafin á Varmalæk í Bæjarsveit
Í liðinni viku hófst formlega nýskógræktarverkefni Heartwood Afforested Land ehf. á jörðinni Varmalæk í Bæjarsveit. Var haldið upp á tilefnið með því að bjóða gestum. Gengið var með þeim um svæðið og fengu þeir sem vildu að spreyta sig í gróðursetningu áður en haldið var til grillveislu í einni af hlöðunum á Varmalæk.