
Stórleikur á morgun hjá Víkingi Ólafsvík
Undanúrslitaleikirnir í Fótbolti.net bikarnum fara fram í kvöld og á morgun. Á mótinu keppa neðri deildarliðin. Úrslitaleikurinn verður síðan spilaður á Laugardalsvelli næstkomandi föstudag. Í fyrri undanúrslitaleiknum fær Tindastóll Kormák/Hvöt í heimsókn á Sauðárkróksvöll klukkan 19:15 í kvöld. Síðari leikurinn verður svo klukkan 14:00 á morgun, laugardag, á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi þar sem Grótta tekur á móti Víkingi í Ólafsvík.