
Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni Húnaþings vestra með um 550 íbúa og þar af leiðandi stærsti þéttbýlisstaður á svæðinu ef til sameiningar kemur.
Kosið verður á aðventunni um sameiningu
Sveitarstjórnir Húnaþings vestra og Dalabyggðar hafa hvor um sig samþykkt að íbúakosning um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fari fram dagana 28. nóvember til 13. desember 2025. Kosningaaldur mun miðast við 16 ár sbr. 3. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga. „Sveitarstjórn Dalabyggðar fól sveitarstjóra að kalla kjörstjórn til sameiginlegs fundar kjörstjórna beggja sveitarfélaga og óskar eftir að kjörstjórnirnar tilnefni þrjá fulltrúa úr sínum röðum í sameiginlega kjörstjórn vegna íbúakosninganna og þrjá til vara samkvæmt tillögu samstarfsnefndar,“ segir í bókun frá undir sveitarstjórnar Dalabyggðar 11. september.