Fréttir

true

Þungar áhyggjur af málefnum flóttamanna á Bifröst

Velferðarnefnd Borgarbyggðar lýsir á nýjasta fundi sínum yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem orðin er varðandi samræmda móttöku flóttamanna og óskar eftir reglulegri upplýsingagjöf og eftirfylgni af hálfu félagsþjónustu um málið. Á fundi nefndarinnar í apríl síðastliðnum kom m.a. fram að ljóst væri að sveitarfélagið bæri töluverðan fjárhagslegan þunga vegna fjölda flóttafólks sem hefur…Lesa meira

true

Eldgos gæti hafist hvenær sem er

Veðurstofan staðfestir að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi á Reykjanesi haldi áfram, en um 8-9 milljónir rúmmetra kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta gosi sem hófst 16. júlí og orsakaði m.a. talsverða gosmóðu á Vesturlandi. Magnið sem hljóp úr kvikusöfnunarsvæðinu í því gosi var áætlað um 12 milljónir rúmmetra. Líkurnar á nýju eldgosi aukast…Lesa meira

true

Óboðlegt neysluvatn í Grábrókarveitu

Í liðnum mánuði kom hópur fólks saman til fundar í Skógarnesi í Stafholtstungum. Til hans var boðað að frumkvæði eiganda Skógarness og tilefnið var óhreint neysluvatn sem kemur þangað eftir pípum frá neysluvatnsveitu Veitna; Grábrókarveitu í Norðurárdal. Neysluvatn var frá árinu 2007 og í um 15 ár leitt úr Grábrókarhrauni til Borgarness og nærsveita, en…Lesa meira

true

Hjáleið í dag um Akrafjallsveg vegna malbikunar á hringvegi

Colas Ísland stefnir á í dag, miðvikudaginn 17. september, að malbika þjóðveginn á móts við Kúludalsá í Hvalfirði. Kaflinn er um 700 metrar að lengd og verður hringveginum lokað á milli hringtorgsins við Hvalfjarðargöng og Akrafjallsvegar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00. Umferð verður beint um Akrafjallsveg og viðeigandi merkingar…Lesa meira

true

Lágur þrýstingur á heita vatninu í dag

Í dag, miðvikudaginn 17. september, munu Veitur vinna við tengingu á nýrri aðveitulögn fyrir hitaveituna við Hafnarfjall. Vinna hefst kl. 07.00 í dag og áætluð verklok eru um kl. 03:00 aðfararnótt fimmtudagsins. Þrýstingur á heitu vatni verður því lægri en venjulega á þessu tímabili. „Notendur eru hvattir til að spara heita vatnið á umræddu tímabili.…Lesa meira

true

Nokkur óhöpp

Árekstur varð í Hvalfjarðargöngum í vikunni sem leið, án slysa á fólki. Þá varð árekstur tveggja bifreiða í Dalasýslu, einnig án slysa. Fjögur minniháttar umferðaróhöpp voru meðal verkefna vikunnar en öll án slysa á fólki, en eitthvað um tjón á bifreiðum. Stangveiðimaður datt og slasaðist illa á fæti í Dalasýslu. Var viðkomandi fluttur til aðhlynningar…Lesa meira

true

William Jans með frábæra ferðasýningu

Kanadamaðurinn og ljósmyndarinn William Jans hefur undanfarin ár ferðast um heiminn og haldið svo sýningar af ferðalögum sínum fyrir áhugasama. Sýningarnar hafa vakið mikla lukku í heimalandinu hans og vel mætt á þær. Á vormánuðum 2022 ferðaðist hann um Írland og Ísland og gerði svo sýningu úr þeim ferðalögum sem hann sýndi í Kanada. Sú…Lesa meira

true

Fyrsta Starfamessan verður í næstu viku

Öflug atvinnulíf á Vesturlandi er allra hagur Á komandi vikum verður Starfamessa 2025 haldin, en hún er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Vesturlands. Þar gefst íbúum, fyrirtækjum og ungu fólki tækifæri til að tengjast og kynna sér störf og menntun á svæðinu. Starfamessurnar verða þrjár og fara fram í öllum framhaldsskólum í landshlutanum. Í Menntaskóli Borgarfjarðar…Lesa meira

true

Þoka torveldaði smalamennskur

Víða fóru fjárleitir fram um og fyrir síðustu helgi. Nú brá svo við að þoka var víða til fjalla á Vesturlandi og var því ekki hægt að smala hluta heiðarlanda. Afréttir á Arnarvatnsheiði og Holtavörðuheiði eru því sem dæmi ósmalaðir að hluta. Miðað við heimtur í réttum sem fram fóru um helgina vantar um þriðjung…Lesa meira

true

Malbikað við Kúludalsá á morgun

Colas Ísland stefnir að á morgun, miðvikudaginn 17. september, að malbika þjóðveginn á móts við Kúludalsá í Hvalfirði. Kaflinn er um 700 metrar að lengd og verður hringveginum lokað á milli hringtorgsins við Hvalfjarðargöng og Akrafjallsvegar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00. Umferð verður beint um Akrafjallsveg og viðeigandi merkingar…Lesa meira