
William Jans með frábæra ferðasýningu
Kanadamaðurinn og ljósmyndarinn William Jans hefur undanfarin ár ferðast um heiminn og haldið svo sýningar af ferðalögum sínum fyrir áhugasama. Sýningarnar hafa vakið mikla lukku í heimalandinu hans og vel mætt á þær. Á vormánuðum 2022 ferðaðist hann um Írland og Ísland og gerði svo sýningu úr þeim ferðalögum sem hann sýndi í Kanada. Sú sýning vakti mikla lukku og þá sérstaklega kaflinn þar sem hann prófar að borða hákarl og drekka brennivín á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Héðinn Sveinbjörnsson sem þjónaði honum til borðs fær líka stórt hlutverk í þessum kafla og tókst á með þeim félögum mikill og góður vinskapur. Héðinn gerði sér meira að segja ferð til Kanada og tók þátt í sýningunum hans þar og bauð fólki að prófa hákarl og brennivín og sló það algerlega í gegn hjá þeim.