
Lágur þrýstingur á heita vatninu í dag
Í dag, miðvikudaginn 17. september, munu Veitur vinna við tengingu á nýrri aðveitulögn fyrir hitaveituna við Hafnarfjall. Vinna hefst kl. 07.00 í dag og áætluð verklok eru um kl. 03:00 aðfararnótt fimmtudagsins. Þrýstingur á heitu vatni verður því lægri en venjulega á þessu tímabili.