Fréttir

Hjáleið í dag um Akrafjallsveg vegna malbikunar á hringvegi

Colas Ísland stefnir á í dag, miðvikudaginn 17. september, að malbika þjóðveginn á móts við Kúludalsá í Hvalfirði. Kaflinn er um 700 metrar að lengd og verður hringveginum lokað á milli hringtorgsins við Hvalfjarðargöng og Akrafjallsvegar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00. Umferð verður beint um Akrafjallsveg og viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp. Þeim sem eiga erindi á Grundartanga verður hleypt í gegnum lokun að norðanverðu.

Hjáleið í dag um Akrafjallsveg vegna malbikunar á hringvegi - Skessuhorn