Fréttir

Malbikað við Kúludalsá á morgun

Colas Ísland stefnir að á morgun, miðvikudaginn 17. september, að malbika þjóðveginn á móts við Kúludalsá í Hvalfirði. Kaflinn er um 700 metrar að lengd og verður hringveginum lokað á milli hringtorgsins við Hvalfjarðargöng og Akrafjallsvegar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 20:00. Umferð verður beint um Akrafjallsveg og viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp. Þeim sem eiga erindi á Grundartanga verður hleypt í gegnum lokun að norðanverðu.

„Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“