Fréttir
Stöðvarhús Veitna í Grábrókarhrauni.

Óboðlegt neysluvatn í Grábrókarveitu

Í liðnum mánuði kom hópur fólks saman til fundar í Skógarnesi í Stafholtstungum. Til hans var boðað að frumkvæði eiganda Skógarness og tilefnið var óhreint neysluvatn sem kemur þangað eftir pípum frá neysluvatnsveitu Veitna; Grábrókarveitu í Norðurárdal. Neysluvatn var frá árinu 2007 og í um 15 ár leitt úr Grábrókarhrauni til Borgarness og nærsveita, en á þeim tíma komu ítrekað upp gruggvandamál með vatnið sem varð til þess að Veitur endurnýjuðu borholur á Seleyri sunnan við Borgarnes. Hafa þær frá árinu 2022 séð íbúum í Borgarnesi fyrir neysluvatni. Vatnsbólið frá Grábrók þjónar hins vegar áfram Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Komið hefur í ljós að vatnið stenst ekki gæðakröfur samkvæmt reglugerð.