Fréttir

true

Telja styrkingu heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga farsælli leið

Samtök heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ) hafa brugðist við og mótmælt boðuðum breytingum á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits í landinu. Eins og fulltrúar tveggja ráðuneyta kynntu nýverið stendur til að færa meginverkefni heilbrigðiseftirlits frá sveitarfélögum til tveggja ríkisstofnana, þ.e. Matvælastofnunar og Umhverfis- og orkustofnunar. Fram kemur í bréfi SHÍ að samtökin hafa ítrekað bent á að þær ábendingar…Lesa meira

true

Mikilvægur sigur Skagamanna

Lið ÍA í Bestu deild karla í fótbolta tók á móti Breiðabliki á Elkem vellinum í gær. Fyrirfram var búist við hörkuleik ekki síst í ljósi þröngrar stöðu Skagaliðsins í deildinni. Það var í raun nú eða aldrei ætlaði liðið að eygja möguleika á að halda velli í deildinni. Skemmst er frá því að segja…Lesa meira

true

Nýta ekki forkaupsrétt að Ebba AK

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag var til afgreiðslu hvort bæjarfélagið ætti að nýta forkaupsrétt að fiskibátnum Ebba AK 37 sem fyrr í sumar var seldur til Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Bæjarstjórn samþykkti að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins en forkaupsréttur nær ekki yfir aflaheimildir eða veiðireynslu. Samkvæmt heimildum Skessuhorns nýtir Loðnuvinnslan 170 þorskígildistonna kvóta af…Lesa meira

true

Fjölbreytt sýning sem tengist sjávarútvegi og fiskeldi – myndasyrpa

Sýningin Sjávarútvegur – Iceland Fishing Expo 2025 hófst í gær og lýkur annað kvöld. Blaðamaður Skessuhorns kíkti á sýninguna við opnun hennar. Ljóst er að mikill metnaður er hjá fyrirtækjum sem þjónusta íslenskan sjávarútveg og voru öll sýningarrými Laugardalshallarinnar fullnýtt enda löngu uppselt. Á sýningunni er 150 básum stillt upp en sýnendur eru fleiri því…Lesa meira

true

Staðfestir eldislaxar í sex laxveiðiám

Í sameiginlegri tilkynningu frá Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar, um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa nú í sumar, kemur fram að búið er að taka sýni og senda til erfðagreiningar sýni úr 30 löxum. Af þessum eru tíu fiskar staðfestir eldislaxar og því 20 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Miðfjarðará en…Lesa meira

true

Þroskasaga listamanns raungerist

Hún Brynhildur Stefánsdóttir hefur lengi verið starfandi listamaður, þó með örlítilli leynd, á Akranesi og nágrenni. Hún skrifar áhugaverða færslu á FB síðu sína þar sem hún veltir vöngum yfir þroskasögu grafíklistamanns. „Allt fram til þessa hefur hann aðallega sérhæft sig í að tjá æxlunarfæri karla en nú hefur orðið breyting þar á. Listamaður þessi…Lesa meira

true

Ístex í vanda og bændur ekki að fá gert upp fyrir ull

Bændablaðið, sem kom út í dag, greinir frá því að vegna viðvarandi rekstrarvanda hjá Ístex síðasta árið hafi ekki tekist að gera upp við sauðfjárbændur fyrir ullarinnlegg á þessu ári. Haft er eftir Sigurði Sævari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ístex, að sala á síðustu 12 mánuðum hafi minnkað um rúmar 400 milljónir króna miðað við sama tímabil…Lesa meira

true

Viðurkenningar við setningu sjávarútvegssýningar

Í gær var sjávarútvegssýningin 2025 formlega opnuð í Laugardalshöllinni. Verður hún einnig opin í dag og á morgun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra ávarpaði gesti og opnaði sýninguna. Eins og jafnan við upphaf sýningarinnar voru veittar viðurkenningar til fólks og fyrirtækja sem staðið hafa uppúr í sjávarútvegi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veittu starfsmönnum í sjávarútvegi í…Lesa meira

true

Jörð skalf í morgun á Suðurlandi

Klukkan 08:39 í morgun mældist skjálfti af stærðinni 3,7 í Holtum í Rangárvallasýslu, við Ketilsstaðaholt. Skjálftinn varð á þekktri jarðskjálftasprungu og fannst víða á Suður- og Suðvesturlandi. Nokkur eftirskjálftavirkni hefur fylgt. Þetta er stærsti skjálfti á þessu svæði síðan í maí 2014 þegar skjálfti af stærðinni 4,2 mældist á sprungunni.Lesa meira

true

Tveir fjárfestingarstyrkir til kornræktar á Vesturland

Atvinnuvegaráðuneytið úthlutaði fyrr í sumar fjárfestingastuðningi í kornrækt, samtals að fjárhæð 229,5 milljónir króna. Stuðningurinn er veittur til fjárfestinga í kornþurrkun, korngeymslum og tilheyrandi tækjabúnaði og er einn þáttur aðgerðaáætlunar þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024-2028. Alls bárust 13 umsóknir, þar af…Lesa meira