
Klettsfoss, þriðji neðsti merkti veiðistaður í Reykjadalsá í Borgarfirði. Búið er að staðfesta að eldislax hefur veiðst þar í sumar.
Staðfestir eldislaxar í sex laxveiðiám
Í sameiginlegri tilkynningu frá Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar, um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa nú í sumar, kemur fram að búið er að taka sýni og senda til erfðagreiningar sýni úr 30 löxum. Af þessum eru tíu fiskar staðfestir eldislaxar og því 20 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blöndu, Miðfjarðará en auk þess í Reykjadalsá í Borgarfirði og Haukadalsá í Dölum. Fram kemur að sýni úr þremur löxum séu nú í erfðagreiningu.