Fréttir

true

Fjölmennasta púttmót landsins haldið í Borgarnesi

Púttvöllurinn að Hamri var troðfullur af fólki fimmtudaginn 11. september. Þá fór fram fimmta September-púttmótið sem er árlegt mót fyrir eldri púttara. Að mótinu stóðu þeir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen. Mótið nýtur vinsælda enda eina mótið sem skift er í aldursflokka. Alls mættu til leiks 76 eldri borgarar frá Suðurnesjum, Akranesi, Hvammstanga og Garðabæ,…Lesa meira

true

Fækkun um 900 vetrarfóðraðar kindur milli ára

Á fundi nýverið í fjallskilanefnd Þverárréttar kom fram að mikil fækkun sauðfjár hefur orðið á milli ára. Það veldur því að miklar breytingar þurfti að gera á fjallskilum fyrir haustið. Fækkað hefur um rúmlega 900 kindur frá árinu 2024. Heildar fjallskilakostnaður nú verður 4.872.860. krónur sem gerir 850 krónur á kind. Síðdegis í dag verður…Lesa meira

true

Náði ekki sínum besta árangri á HM í frjálsum

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frjálsíþróttakona úr Borgarfirði keppti klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma í undankeppni sleggjukasts á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Tókíó í Japan. Þetta var hennar frumraun á heimsmeistaramóti en hún setti eins og kunnugt er Íslandsmet í sleggjukasti í ágúst þegar hún kastaði 71,38 metra. Guðrún var í…Lesa meira

true

Bíða þess hvort öðru sinni verður höggvið í sama knérunn

Fréttaskýring um þá óvissu sem komin er upp í byggðakerfum sjávarútvegs Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ákvað á síðustu dögum fyrir upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs að ráðast í endurskoðun að hluta á því sem kallað er byggðakerfi sjávarútvegsins. Sú endurskoðun stendur enn yfir og hefur leitt af sér mikla óvissu í útgerð og fiskvinnslu er byggir á línuívilnun…Lesa meira

true

Sigur Káramanna og sæti í deildinni að ári

Lokaumferðin í annarri deild karla í knattspyrnu var spiluð í dag. Knattspyrnufélagið Kári tók á móti Haukum í Akraneshöllinni og áttu eftir góðum sigur í síðasta leik möguleika á að verja stöðu sína í deildinni. Skemmst er frá því að segja að það tókst. Heimamenn báru sigur úr býtum með tveimur mörkum Finnboga Laxdal Aðalgeirssonar…Lesa meira

true

Gjóður á silungsveiðum

Gjóður er miðlungsstór ránfugl sem finnst víða um heim en er fremur sjaldséður flækningur hér á landi. Hann hefur sést í ríflega þrjátíu skipti áður hér við land. Einn gjóður er nú á silungsveiðum við Akrafjall. Sigurjón Einarsson ljósmyndari á Akranesi náði þessari stórgóðu mynd af fuglinum í birtingu í morgun, en fuglinn var þá…Lesa meira

true

Þakskipti í kappi við haustlægðirnar

Um fimmtán manna vaskur hópur frá Trésmiðju Akraness vinnur þessa dagana við að skipta um þak á sex íbúða raðhúsinu við Jaðarsbraut 23 á Akranesi. Þakplötur, pappi og klæðning er endurnýjað. Húsið, sem jafnan er nefnt rauða raðhúsið, stendur á horni Faxabrautar og Jaðarsbrautar og er áberandi í landslaginu við Langasandinn. Þakskiptin hófust í gærmorgun…Lesa meira

true

Falast eftir skemmtilegum myndum úr göngum og réttum

Nú eru framundan fjárréttir víðsvegar um Vesturland. Ritstjórn Skessuhorns langar að biðja lesendur sína um greiða: Senda okkur nokkrar myndir úr réttum og/eða göngum í landshlutanum. Gjarnan má fylgja upplýsingar um hvar og hvenær mynd er tekin og e.t.v. hvaða fólk er á þeim. Myndir sendist á skessuhorn@skessuhorn.is Gaman ef myndir berast sem víðast frá.Lesa meira

true

Breytingar á skipulagi vegna þvottastöðvar tefjast um sinn

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar síðastliðinn þriðjudag voru til umræðu tvö mál sem bæði tengjast umsókn Löðurs um að starfrækja bílaþvottastöð í húsi sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustuhús við Innnesveg 1 á Akranesi. Bílaþvottastöð uppfyllir ekki þá skilgreiningu að teljast til verslunar- eða þjónustu og því er kallað eftir breytingu á skipulagi. Sú skilgreining…Lesa meira

true

Starfsteymi stofnað um málefni eldri íbúa

Til stendur að móttöku- og matsteymi fyrir eldri íbúa í Borgarbyggð taki til starfa í haust með það að markmiði að auka samþættingu milli heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu og dagdvalarþjónustu. Var verkefnið kynnt í í velferðarnefnd sveitarfélagsins fyrir stuttu. Með þessu er ekki síst stefnt að því að tryggja að rétt þjónusta sé veitt af réttum…Lesa meira