Fréttir
Í bási Kapp Skagans mátti sjá þessa glaðlegu karla. F.v. Kristján Aðalsteinsson og Vygandas Crébalius frá Samey og Einar Brandsson frá Kapp Skaginn. Ljósm. mm

Fjölbreytt sýning sem tengist sjávarútvegi og fiskeldi – myndasyrpa

Sýningin Sjávarútvegur - Iceland Fishing Expo 2025 hófst í gær og lýkur annað kvöld. Blaðamaður Skessuhorns kíkti á sýninguna við opnun hennar. Ljóst er að mikill metnaður er hjá fyrirtækjum sem þjónusta íslenskan sjávarútveg og voru öll sýningarrými Laugardalshallarinnar fullnýtt enda löngu uppselt. Á sýningunni er 150 básum stillt upp en sýnendur eru fleiri því nokkrir deila básum. Þetta er í dag orðið stærsta sýning sinnar tegundar á Íslandi og spannar mjög breitt svið fyrirtækja með tengingu við sjávarútveginn og ekki síður fiskeldið. Erlendir framleiðendur eiga sína fulltrúa en íslenskt hugvit er engu að síður í forgrunni. Á sýningu sem þessa mæta erlendir gestir frá flestum heimshornum gagngert til að sjá þær lausnir sem hafa verið þróaðar og smíðaðar hér á landi.