
Þroskasaga listamanns raungerist
Hún Brynhildur Stefánsdóttir hefur lengi verið starfandi listamaður, þó með örlítilli leynd, á Akranesi og nágrenni. Hún skrifar áhugaverða færslu á FB síðu sína þar sem hún veltir vöngum yfir þroskasögu grafíklistamanns. „Allt fram til þessa hefur hann aðallega sérhæft sig í að tjá æxlunarfæri karla en nú hefur orðið breyting þar á. Listamaður þessi er einnig farin að þróa með sér tækni í æxlunarfærum kvenna og gott ef hann hefur ekki náð ákveðnum tökum á „gluteus maximus“ líka. Sköpunarkrafturinn er þvílíkur að sjaldnast er teikniblokkin eða striginn látin duga. Ef gera má ráð fyrir að þetta sé sami listamaður og teiknað hefur tippi á ótrúlegustu staði, vítt og breitt um Akranes, síðustu áratugi þá gæti þessi snillingur hafa náð talsverðum aldri, ekki satt,“ spyr Brynhildur.