
Tveir fjárfestingarstyrkir til kornræktar á Vesturland
Atvinnuvegaráðuneytið úthlutaði fyrr í sumar fjárfestingastuðningi í kornrækt, samtals að fjárhæð 229,5 milljónir króna. Stuðningurinn er veittur til fjárfestinga í kornþurrkun, korngeymslum og tilheyrandi tækjabúnaði og er einn þáttur aðgerðaáætlunar þar sem gert er ráð fyrir að verja um tveimur milljörðum króna til átaks í kornrækt á árunum 2024-2028. Alls bárust 13 umsóknir, þar af átta framhaldsumsóknir frá þeim aðilum sem fengu úthlutað á síðasta ári og fimm frumumsóknir vegna verkefna sem ekki hafa fengið stuðning áður. „Fjármunum var úthlutað á grundvelli forgangsröðunar þar sem m.a. var horft til afkastagetu, nýtingar endurnýjanlegrar orku, eignarhalds bænda og fyrirætlana um þjónustu við aðra bænda,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.