
Fígúrur úr ull eftir Áslaugu Rafnsdóttur á Akranesi. Ljósm. mm
Ístex í vanda og bændur ekki að fá gert upp fyrir ull
Bændablaðið, sem kom út í dag, greinir frá því að vegna viðvarandi rekstrarvanda hjá Ístex síðasta árið hafi ekki tekist að gera upp við sauðfjárbændur fyrir ullarinnlegg á þessu ári. Haft er eftir Sigurði Sævari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ístex, að sala á síðustu 12 mánuðum hafi minnkað um rúmar 400 milljónir króna miðað við sama tímabil árið áður.