Fréttir

true

Tilkynna væntanlega lokun Sjóminjasafnsins á Hellissandi

„Verðum með opið næstu tvær vikurnar en lokum svo til frambúðar. Þökkum öllum þeim sem heimsóttu okkur í gegnum árin,“ segir í tilkynningu frá Sjóminjasafninu á Hellissandi á FB síðu safnsins síðastliðinn föstudag. Því er svo fylgt eftir á umræðuvef og bætt við að safnið verði eflaust opið næsta sumar ef hægt verður að tryggja…Lesa meira

true

Haustsýning í Norska húsinu

Leifur Ýmir Eyjólfsson myndlistarmaður opnar málverkasýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi laugardaginn 6. september kl. 14-17. Léttar veitingar verða í boði. Undanfarið hefur Leifur kíkt til veðurs og skrifað hjá sér hugleiðingar þess efnis. Hann kíkir út um gluggann og kíkir í gættina. Kíkir líka stundum út. Útfrá þeim skissum hefur hann unnið málverk með…Lesa meira

true

Sóttu fótbrotna konu

Björgunarsveitir af sunnanverðu Vesturlandi voru um miðjan dag í gær kallaðar út. Kona í gönguferð hafði fótbrotið sig illa við Paradísarfoss, sem er skammt frá Glymi í Botnsdal. Vegna aðstæðna var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð á slysstað. Þegar hlúð hafði verið að konunni á vettvangi flutti þyrlan hana á sjúkrahús í Reykjavík.Lesa meira

true

Með síðustu tækifærum Skagamanna að forða sé frá falli

Sex leikir verða í dag spilaðir í Bestu deild karla í knattspyrnu. Afturelding tekur á móti FH, Vestri á móti KR, ÍBV á móti ÍA á Hásteinsvelli, Stjarnan á móti KA, Fram á móti Val og Víkingur á móti Breiðabliki. Skagamenn eru nú komnir í mjög þrönga stöðu í deildinni, sitja á botninum með 16…Lesa meira

true

Nýr þingflokksformaður segir þjóðina þreytta á málþófi

Sjálfstæðisflokkurinn skipti út þingflokksformanni sínum á fundi í gær. Ólafur Adolfsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, tók við sem formaður þingflokksins af Hildi Sverrisdóttur sem lýsti því yfir í vikulokin að hún myndi ekki gefa kost á sér í embættið í ljósi þess að fyrir lá að hún fengi mótframboð stutt af formanni. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins…Lesa meira

true

Snörp leit sem bar árangur

Síðdegis á föstudaginn hófst umfangsmikil leit að 12 ára erlendum dreng sem orðið hafði viðskila við fjölskyldu sína sem var á ferðalagi í Ölfusborgum. Fjölmennt lið björgunarsveita af Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Vesturlandi var kallað til leitar, auk þyrlu, en leitarsvæðið var frá Hveragerði að Þjórsá. Leitað er í gönguhópum, með drónum, á hjólum og…Lesa meira

true

Átta bættust á kjörskrá í Skorradalshreppi á allra síðustu stundu

Stórt hlutfall íbúa á kjörskrá í Skorradalshreppi hefur bæst við allt frá því að óformlegar og síðar formlegar viðræður hófust um mögulega sameiningu sveitarfélagsins við Borgarbyggð. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur djúp gjá myndast á milli íbúa Skorradalshrepps í aðdraganda íbúakosninga sem fram fara í september. Í þeim kosningum mun ráðast…Lesa meira

true

Versló nemendur á nýnemadegi á Akranesi

Verslunarskóli Íslands byrjaði vetrarstarfið 18. ágúst síðastliðinn líkt og allir framhaldsskólarnir á Vesturlandi. Í dag eru 388 nýnemar úr Versló í ferð á Akranesi. Í ferðinni er spilaður stigaleikur þar sem hver og einn bekkur þarf að safna sem flestum stigum með að framkvæma ýmsar og mjög ólíkar áskoranir. Til dæmis þarf að reyna að…Lesa meira

true

Forseti gróðursetti eikartré á Varmalandi

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst í morgun í Þinghamri á Varmalandi með þátttöku á annað hundrað fulltrúa skógræktarfélaganna í landinu. Að loknum ávörpum gesta í morgun hófst hefðbundin dagskrá aðalfundar. Laust fyrir hádegi ávarpaði Halla Tómasdóttir forseti Íslands þingfundarfulltrúa en að því loknu tók hún þátt í að gróðursetja nokkur eikartré í Toyota lundinum á Varmalandi.…Lesa meira

true

Malbikuðu hluta Bröttubrekku

Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag var hluti vegarins yfir sunnanverða Bröttubrekku malbikaður og er nú unnið við að klára yfirborðsmerkingar og annan frágang. „Verkefnið gekk vonum framar og veðrið var eins og best verður á kosið. Malbikunarstöðin Höfði sá um framkvæmdirnar,“ segir í frétt Vegagerðarinnar sem jafnframt tók meðfylgjandi myndir.Lesa meira