
Horft af jörðinni Horni í Skorradal og Skessuhorn í fjallahringnum. Ljósm. mm
Átta bættust á kjörskrá í Skorradalshreppi á allra síðustu stundu
Stórt hlutfall íbúa á kjörskrá í Skorradalshreppi hefur bæst við allt frá því að óformlegar og síðar formlegar viðræður hófust um mögulega sameiningu sveitarfélagsins við Borgarbyggð. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur djúp gjá myndast á milli íbúa Skorradalshrepps í aðdraganda íbúakosninga sem fram fara í september. Í þeim kosningum mun ráðast hvort þetta fámenna sveitarfélag mun sameinast Borgarbyggð.