Fréttir
Halla Tómasdóttir forseti og Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Íslands gróðursetja fallega eikarplöntu. Ljósmyndir: mm

Forseti gróðursetti eikartré á Varmalandi

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hófst í morgun í Þinghamri á Varmalandi með þátttöku á annað hundrað fulltrúa skógræktarfélaganna í landinu. Að loknum ávörpum gesta í morgun hófst hefðbundin dagskrá aðalfundar. Laust fyrir hádegi ávarpaði Halla Tómasdóttir forseti Íslands þingfundarfulltrúa en að því loknu tók hún þátt í að gróðursetja nokkur eikartré í Toyota lundinum á Varmalandi. Einmuna veðurblíða var í Borgarfirði í dag og nutu gestir stundarinnar. Einnig gróðursetti forseti plöntu af rauðu birki sem Þorsteinn Tómasson hefur stundað víxlræktun á í fjóra áratugi, en hann hefur verið óþreytandi að stunda kynbætur á íslenska birkinu.