
Haustsýning í Norska húsinu
Leifur Ýmir Eyjólfsson myndlistarmaður opnar málverkasýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi laugardaginn 6. september kl. 14-17. Léttar veitingar verða í boði. Undanfarið hefur Leifur kíkt til veðurs og skrifað hjá sér hugleiðingar þess efnis. Hann kíkir út um gluggann og kíkir í gættina. Kíkir líka stundum út. Útfrá þeim skissum hefur hann unnið málverk með akrýl á striga. Verkin eru afrakstur tilraunakennd ferlis, sem hefur verið töluvert langt en er mögulega rétt að byrja. Þrátt fyrir að verkin séu unnin hinum megin Faxaflóans er viðeigandi að viðra málverkin í Stykkishólmi þar sem rík hefð er fyrir veðurathugunum.