Fréttir

true

Stór hópur hestamanna í árlegri Eyraroddareið

Fyrir um það bil tíu árum síðan fengu þrír félagar hugmynd um að skipuleggja hestaferð. Þeir Hallur Pálsson bóndi á Naustum, Friðrik Tryggvason og Gunnar Jóhann Elísson létu verða af þessu og úr var hestaferð um Framsveitina í Grundarfirði. Hallur ræður för og ávallt er farið um Eyrarodda eftir troðnum slóðum og heitir ferðin því…Lesa meira

true

Skólahlaup Grunnskóla Grundarfjarðar var litríkt – myndasyrpa

Nemendur og kennarar í Grunnskóla Grundarfjarðar gerðu sér glaðan dag föstudaginn 29. ágúst. Þá fór skólahlaupið fram en það átti að fara fram síðasta vor en var slegið á frest vegna veðurs. Sami háttur var hafður nú í ár eins og í fyrra en hlaupið var í gegnum nokkrar litastöðvar þar sem hlauparar voru baðaðir…Lesa meira

true

Rauði krossinn býður ungu fólki úr Grindavík á námskeið

Ungu fólki úr Grindavík á aldrinum 16-25 ára býðst í haust og vetur að sækja ókeypis námskeið sem hluta af verkefninu Viðnámsþróttur Suðurnesja. Markmiðið er að efla seiglu og sjálfstraust og veita hagnýt verkfæri sem nýtast í daglegu lífi til framtíðar. Sérfræðingar Litlu Kvíðameðferðarstöðvarinnar standa að námskeiðunum og eru þau í boði Rauða krossins. Fyrirtækið…Lesa meira

true

Blóði safnað á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 2. september frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Tomasz Luba ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvík

Tomasz Luba tekur til þjálfun knattspyrnuliðs Víkings Ólafsvík að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Tilkynnt var um ráðningu hans í heimasíðu liðsins um helgina. Hann mun jafnframt gegna starfi yfirþjálfara yngri flokka Víkings/Reynis. Allt frá því að Brynjar Kristmundsson, núverandi þjálfari Vikings, tilkynnti í sumar að hann myndi láta af störfum í haust fór af stað sögusagnir…Lesa meira

true

Listaverkið Frelsisleið afhjúpað á Hellissandi

Síðastliðinn laugardag var nýtt listaverk vígt á Hellissandi að viðstöddu fjölmenni. Verkið er eftir listamanninn Jo Kley og ber nafnið Frelsisleið (Know yourself). Verkið er staðsett í Krossavík þar sem það fellur mjög vel að umhverfinu. Kristinn Jónasson bæjarstjóri bauð gesti velkomna, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur hélt ræðu og listamaðurinn Jo Kley sagði frá verkinu. Að…Lesa meira

true

Minningartónleikar í þágu Einstakra barna

Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20:30 verða haldnir minningartónleikar í Akraneskirkju. „8. september verða liðin fimm ár frá því að frumburðurinn minn, hann Stefán Svan, lést tæplega fjögurra mánaða gamall. Í minningu hans ætla ég að halda tónleika sem verða til styrktar Einstökum börnum,“ segir Ásta Marý Stefánsdóttir í Skipanesi í samtali við Skessuhorn. „Hann Stefán Svan…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu bæði í annarri deildinni

Tuttugasta umferð annarrar deildar karla í knattspyrnu var leikin á laugardaginn. Lið Kára fékk lið Ægis í heimsókn í Akraneshöllina. Skemmst er frá því að segja að lið Kára sá aldrei til sólar í leiknum. Strax á 7. mínútu leiksins náði Atli Rafn Guðbjartsson forystunni fyrir Ægi og á þeirri 43. bætti Jordan Adeyemo við…Lesa meira

true

Skagamenn sitja sem fastast á botni Bestu deildarinnar

ÍA og ÍBV áttust við í gær í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Hásteinsvelli. Fyrir leikinn var lið ÍA í botnsæti deildarinnar og þurfti því sárlega á stigum að halda. Eyjamenn voru mun sterkari í leiknum en tókst ekki að nýta færi sín í fyrri hálfleik. Þorlákur Breki Þ.…Lesa meira

true

Sveitarfélög í viðræðum héldu vinnustofu um framtíðarsýn

Þriðjudaginn 26. ágúst var haldin vinnustofa á Borðeyri í tengslum við sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem nú standa yfir. Þátttakendur voru lykilstarfsmenn sveitarfélaganna á þeim sviðum sem fjallað var um, kjörnir fulltrúar og fulltrúar úr fastanefndum. Markmiðið með vinnustofunni var að leiða saman þá sem best þekkja til mála til að móta framtíðarsýn og…Lesa meira