Fréttir

true

Fjöldi verkefna hjá Björgunarfélagi Akraness

Annasamt hefur verið hjá Björgunarfélagi Akraness síðustu daga, en sveitin var kölluð út fjórum sinnum á innan við tveimur sólarhringum. Aðfaranótt laugardags var farið í umfangsmikla leit að týndum einstaklingi í Hveragerði og nokkrum klukkustundum síðar var félagið kallað út að Paradísarfossi í Hvalfirði þar sem aðstoða þurfti konu sem hafði fótbrotnað. Aðfararnótt mánudags var…Lesa meira

true

Rannsóknarskipið Tara Polar Station siglir við Akranes

Í morgun hafa íbúar á Akranesi velt vöngum yfir sérkennilegu fleyi sem siglir skammt undan Langasandi. Í fljótu bragði mætti ætla að þetta sé geimfar sem lent hafi á sjónum. Staðreyndin er hins vegar sú að þarna er á ferðinni franska rannsóknaskipið Tara Polar Station. Skipið var smíðað í Normandí í Frakklandi og lauk smíði…Lesa meira

true

Tilhlökkun þegar æfingar hófust hjá Brimi BJJ

Það var margt um manninn á loftinu á Smiðjuvöllum 17 á Akranesi í gærkvöldi. Þá fór þar fram fyrsta æfing haustsins hjá Brimi BJJ undir stjórn Valentin Fels Camilleri. Valentin kennir þar bardagaíþróttina brasilískt jiu-jitsu og var jafnframt haldið upp á fimm ára afmæli stöðvarinnar með köku að lokinni æfingu. Um fjörutíu iðkendur mættu á…Lesa meira

true

Skilti til minningar um vesturfarana

Síðastliðinn sunnudag var við höfnina í Stykkishólmi afhjúpað nýtt minningarskilti um snæfellska vesturfara. Skiltið er unnið í samvinnu við ættfræðifélagið Icelandic Roots. Félagið hefur það að markmiði að heiðra og halda á lofti sögu vesturfara og hjálpa fólki í Norður-Ameríku, og annars staðar í heiminum, að finna og efla tengsl sín við Ísland. Um 50…Lesa meira

true

Fjórða bókin um Bínu Ásthildar og Bjarna Þórs komin út

Á dögunum kom út bókin Bína fer í sveit eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur. Bókin er myndskreytt af Bjarna Þór Bjarnasyni myndlistarmanni á Akranesi. Þetta er fjórða bók þeirra um Bínu. Í samtali við Skessuhorn segir Ásthildur, sem er talmeinafræðingur að mennt, að Bínu hafi frá upphafi verið ætlað að leggja grunn að góðum boðskiptum, styrkja…Lesa meira

true

Rif kvótahæsta verstöðin á Vesturlandi

Í dag hefst nýtt fiskveiðiár og hefur Fiskistofa því úthlutað veiðiheimildum fiskveiðiársins til þeirra fiskiskipa sem búa yfir aflahlutdeildum í þeim fisktegundum sem lúta stjórn fiskveiða. Samtals var nú úthlutað 287.348 þorskígildistonnum. Til fiskiskipa sem eiga heimahöfn í verstöðvum á Vesturlandi var úthlutað 36.189 þorskígildistonnum eða ríflega 12,6% þeirra þorskígildistonna er í boði eru. Af…Lesa meira

true

Leita að neyðarsendi

Laust fyrir klukkan tíu í morgun var Björgunarfélag Akraness og þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. Þá hafði Landhelgisgæslunni borist tilkynning frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes, á leið á Keflavíkurflugvöll, um að heyrst hafi í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts var saknað. Af þeim sökum hafa íbúar á Akranesi í dag orðið varir við…Lesa meira

true

Grunur um salmonellu í ferskum kjúklingi

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á tveimur framleiðslulotum vegna gruns um salmonellusmitaða ferskrar kjúklingaafurða frá Matfugli ehf. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í varúðarskyni og í samráði við Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu. Einungis er verið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotur: Vörumerki: Ali, Bónus, Euro shopper, FK Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ Lotunúmer:…Lesa meira

true

Tvöfalt meiri eftirspurn en framboð af mjólkurkvóta

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn í dag, 1. september. Atvinnuvegaráðuneytinu bárust 67 gild tilboð um kaup en sölutilboð voru 16. Greiðslumark sem boðið var til sölu var 1,1 milljón lítrar en óskað var eftir kaupum á 2,2 milljónum lítra. Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða, eða svokallað jafnvægismagn, voru 1.077.643 lítrar…Lesa meira