Fréttir
Skipið er nú skammt utan við Langasand. Ljósm. mm

Rannsóknarskipið Tara Polar Station siglir við Akranes

Í morgun hafa íbúar á Akranesi velt vöngum yfir sérkennilegu fleyi sem siglir skammt undan Langasandi. Í fljótu bragði mætti ætla að þetta sé geimfar sem lent hafi á sjónum. Staðreyndin er hins vegar sú að þarna er á ferðinni franska rannsóknaskipið Tara Polar Station. Skipið var smíðað í Normandí í Frakklandi og lauk smíði þess í apríl.

Rannsóknarskipið Tara Polar Station siglir við Akranes - Skessuhorn